Tveimur flugmönnum Air-France hefur verið vikið frá störfum eftir að til handalögmála kom á milli þeirra í flugstjórnarklefanum meðan á flugi stóð. BBC greinir frá.
Til deilna kom á milli flugstjórans og flugmannsins á meðan þeir flugu vél af gerðinni Airbus A320 frá Parísar til Genfar í júní í síðastliðnum og létu þeir svo höggin dynja hvor á öðrum.
Nokkrir úr áhöfn vélarinnar skárust í leikinn eftir að hafa orðið varir við hávaða úr flugstjórnarklefanum og einn úr áhöfninni sat inni í klefanum þangað til vélinni hafði verið lent. Atvikið mun ekki hafa haft áhrif á flugferðina sjálfa.
Atvikið kom upp skömmu eftir að rannsóknarnefnd á vegum Air-France komst á þeirri niðurstöðu að það væri greypt í menningu flugfélagsins að vera ekki nógu ströng þegar kæmi að öryggismálum.