Auðkýfingurinn Beny Steinmetz hefur áfrýjað dómi í Sviss í máli sem er sagt stærsta spillingarmál sem sést hefur í námugeiranum.
Í janúar á síðasta ári var Steinmetz dæmdur í fimm ára fangelsi ásamt því að þurfa að borga 50 milljónir svissneska franka (um 7,3 milljarða íslenskra króna) í skaðabætur fyrir mútugreiðslur.
Hann er sagður hafa greitt mútur til þess að tryggja fyrirtæki sínu námuréttindi í suðausturhluta Gíneu þar sem er áætlað að sé heimsins stærsta ósnortna land af járngrýti.
Steinmetz er ásakaður um að hafa ásamt tveimur öðrum mútað Mamadie Toure, eiginkonu þáverandi forseta Gíneu, Lansana Conte, og fleirum fyrir allt að 10 milljónir bandaríkjadala (1,4 milljarða króna) til þess að fá námuréttinn í Simandou landsvæðinu.
Fyrirtæki Steinmetz, Beny Steinmetz Group Resources (BSRG), keypti námuréttinn á um það bil 170 milljón bandaríkjadali (24,1 milljarð króna) árið 2008. Einu og hálfu ári seinna seldi BSRG námuréttinn til brasilíska námufyrirtækisins Vale fyrir 2,5 milljarða dollara (tæpa 355 milljarða króna).