19 létu lífið í skothríð lögreglunnar

Mótmælendur voru vopnaðir hnífum og sveðjum og ætluðu að brjótast …
Mótmælendur voru vopnaðir hnífum og sveðjum og ætluðu að brjótast inn á lögreglustöðina. Myndin er úr safni og tekin árið 2014. AFP

Lögreglan í Madagaskar staðfestir að 19 manns létu lífið eftir skothríð lögreglumanna í gær í  kjölfar þess að mótmæli brutust út fyrir utan lögreglustöð á suðausturhluta eyjunnar. Atburðir þessir áttu sér stað í bænum Ikongo, um nítíu kílómetrum frá Antananarívó, höfuðborg landsins. Þá særðust 21 manns.

Reiður múgur safnaðist saman fyrir utan lögreglustöðina til þess að krefjast þess að fjórir menn, sem grunaðir eru um að hafa rænt albínóabarni í fyrradag, yrðu látnir lausir svo að múgurinn gæti tekið refsingu þeirra í eigin hendur.

Mót­mæl­end­ur voru um fimm hundruð að sögn Razaf­intsi­andra­ofa, voru vopnaðir hníf­um og sveðjum, og ætluðu sér að brjót­ast inn á lög­reglu­stöðina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert