„Harðir bardagar“ í Kerson-héraði

Oleksandr Shulga horfir á ónýtt hús sitt í Mykolaiv í …
Oleksandr Shulga horfir á ónýtt hús sitt í Mykolaiv í suðurhluta Úkraínu AFP/Dimitar Dilkoff

„Harðir bardagar“ eru á „nánast öllu svæðinu“ í Kerson-héraði í suðurhluta Úkraínu sem Rússar hafa á sínu valdi.

Forsetaskrifstofa Úkraínu greindi frá þessu.

„Kraftmiklar sprengingar héldu áfram allan daginn og í nótt í Kerson-héraði,“ sagði í tilkynningu frá skrifstounni.

„Harðir bardagar eiga sér stað á nánast öllu svæðinu í Kerson-héraði. Úkraínski herinn efndi til gagnárásar sem beindist í ýmsar áttir." 

Úkraínski her­inn sagðist í gær hafa náð að brjóta sig í gegn­um fremstu varn­ar­línu rúss­neska hers­ins í Ker­son-héraði. Talið er að gagnárás­in sé ein sú um­fangs­mesta frá því að stríðið hófst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka