Slóvakía hefur gengið frá samkomulagi um kaup á 76 AMV-XP brynvörðum ökutækjum frá finnska fyrirtækinu Patria, að verðmæti 447 milljónum evra eða því sem nemur ríflega 63 milljörðum króna.
Yfirvöld í Slóvakíu vinna nú hörðum höndum að því að byggja upp varnir landsins en ríkið er eitt af þeim löndum sem á landamæri að Úkraínu.
Fyrstu ökutækin eru væntanleg til landsins í byrjun september á næsta ári en þau síðustu verða afhent árið 2027.
Ökutækin, sem verða með átta hjólum, eiga að geta þjónað ýmsum hlutverkum. Að sögn Jaroslavs Nad, varnarmálaráðherra Slóvakíu, munu ökutækin veita slóvakíska hernum ákveðna færni sem hann bjó ekki áður yfir.