Svissneska lögreglan handtók í stuttan tíma þrjá liðsmenn rússnesku pönksveitarinnar Pussy Riot eftir að þeir úðuðu slagorð á vegg gegn stríðinu í Úkraínu.
Lögreglan í borginni Bern sagði eingöngu að konurnar væru með rússneskt ríkisfang en dagblaðið Blick greindi frá því að um væri að ræða þær Masha Alekhina, Lucy Stein og Taso Pletner úr pönksveitinni.
Pussy Riot er þekkt fyrir andstöðu sína við Vladimír Pútín Rússlandsforseta og ögrandi tónleika sína. Hljómsveitin er um þessar mundir á tónleikaferðalagi um Evrópu.