Tómataslys lokaði hraðbraut

Níu af hverjujm tíu tómötum í Bandaríkjunum eiga rætur sínar …
Níu af hverjujm tíu tómötum í Bandaríkjunum eiga rætur sínar að rekja til Kaliforníu og um helmingur heimsframleiðslunnar. mbl.is/Ásdís

Allt varð stopp á fjölfarinni hraðbraut í Kaliforníu í Bandaríkjunum í gær þegar rúmlega 150.000 tómatar féllu úr flutningabifreið á ferð. Þetta leiddi til sjö bíla áreksturs og loka varð Interstate 80 hraðbrautinni á meðan unnið var að hreinsun. 

Þrír hlutu minniháttar meiðsl og einn fótbrotnaði og var sá hinn sami fluttur á sjúkrahús að sögn lögreglu. 

Fram kemur í umfjöllun BBC, að árekstur á hraðbrautinni hafi leitt til þess að ökumaður flutningabílsins hafi neyðst til að sveigja til hliðar með fyrrgreindum afleiðingum og lágu hnefastórir tómatar á víð og dreif. Við það skapaðist mikil hætta enda vegurinn mjög háll í tómatþykkninu sem myndaðist. 

„Þessi tómathýði maður, þegar þau lenda á malbikinu þá er þetta eins og að ganga á hálka,“ sagði lögreglumaðurinn Jason Thyhurst í samtali við New York Times. 

Það tók nokkrar klukkustundir að þrífa upp maukið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert