Gazprom skrúfar fyrir jarðgas til Þýskalands

Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, stendur við túrbínu Nord Stream 1 …
Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, stendur við túrbínu Nord Stream 1 fyrir mánuði síðan. AFP/Sascha Schuermann

Rússneski orkurisinn Gazprom hefur skrúfað fyrir jarðgas til Þýskalands vegna viðhalds á stórri gasleiðslu.

Gazprom sagði að birgðir í gegnum gasleiðsluna Nord Stream 1 hafi „stöðvast algjörlega“ vegna „fyrirbyggjandi aðgerða“. Skömmu áður hafði fyrirtækið sem annast rekstur gasleiðslunnar, Entsog, tilkynnt að skrúfað hafi verið fyrir gasið.

Þetta gerist á sama tíma og orkuverð í Evrópu hefur hækkað mjög síðan Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar og drógu í leiðinni úr afhendingu á jarðgasi.

Þýskaland, sem er afar háð rússnesku gasi, sakar Rússa um að nota orku sem „vopn“.

Gazprom segir aftur á móti að þriggja daga vinna við viðhald sé nauðsynleg eftir hverjar 1.000 klukkustundir sem gasleiðslan er starfrækt.

Segir ákvörðunina óskiljanlega

Klaus Mueller, forstjóri fjarskipta- og samgöngustofnunar Þýskalands, segir ákvörðunina „tæknilega óskiljanlega“. Hann óttast að þetta sé það sem koma skal, að Rússar noti orkubirgðir sem eins konar ógn.

„Reynslan sýnir að Rússar „taka pólitíska ákvörðun eftir hvert svokallað viðhald,“ sagði hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert