Þrír lögreglumenn í Kanada hafa verið ákærðir fyrir manndráp eftir að eins og hálfs árs gamalt barn lét lífið í skothríð lögreglunnar í Ontario árið 2020.
Málsatvik voru þau að eftir tilkynningu til lögreglunnar um að maður hafði numið barn sitt á brott í andstöðu við lög ríkisins hafi lögreglan haft afskipti af manninum. Við það hófst skotbardagi sem endaði með framangreindum afleiðingum.
Faðir barnsins hlaut alvarlega áverka sem drógu hann síðar til dauða sem og einn lögreglumaður særðist. Í kjölfarið hófst rannsókn á umræddum málsatvikum, en ákæra hefur verið gefin út á hendur lögreglumannanna sem höfðu allir dregið upp skotvopn sín. Lögreglumennirnir hafa verið boðaðir til að mæta fyrir dómstól Ontario til þingfestingar 6. október.