Arnold Schwarzenegger minnist Mikhaíls Gorbatsjov, fyrrverandi leiðtoga Sovétríkjanna, á Twitter. Þar segist hann hafa dáðst að hugrekki hans við koma á umbótum.
„Ímyndið ykkur að komast alveg upp á toppinn í hvaða stofnun sem er og búa síðan yfir viskunni og hugrekkinu til að horfa í kringum sig og segja: „Þetta virkar ekki fyrir fólkið, einhver þarf að laga það. Ef ekki ég, hver þá? Ef ekki núna, hvenær þá?“ skrifaði leikarinn.
„Hann gerði nákvæmlega þetta í gömlu Sovétríkjunum. Hans verður minnst að eilífu sem hetju sem tók í sundur kommúnistakerfið þrátt fyrir hvað það þýddi fyrir hans eigin völd.
Hann tilheyrir sögunni núna,“ hélt Schwarzenegger áfram.
There’s an old saying, “Never meet your heroes.” I think that’s some of the worst advice I’ve ever heard. Mikhail Gorbachev was one of my heroes, and it was an honor and a joy to meet him. I was unbelievably lucky to call him a friend. All of us can learn from his fantastic life. pic.twitter.com/All5suSke1
— Arnold (@Schwarzenegger) August 30, 2022