Bandarísk stjórnvöld hafa ákveðið að útnefna sérstakan sendiherra norðurslóða í fyrsta sinn. Markmiðið er að efla samstarf við bandamenn og gæta að hagsmunum Bandaríkjanna á svæðinu.
Málið fer fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings sem þarf gefa grænt ljós eigi þetta að verða að veruleika, að því er segir á vefnum High North News.
Öldungadeildarþingmaðurinn Lisa Murkowski fagnar þessari ákvörðun og segir að með þessu muni Bandaríkin styrkja sig á svæðinu sem sé hernaðarlega mikilvægt og efla samskipti við önnur ríki í þeim tilgangi viðhalda friði á norðurslóðum.
Auk Íslands eru það Rússland, Bandaríkin, Kanada, Danmörk, Finnland, Noregur og Svíþjóð sem eiga svæði sem tilheyra norðurheimsskautssvæðinu.