Dularfullur dauðdagi olíustjóra rannsakaður

Vladimír Pútín Rússlandsforseti sést hér með Ravil Maganov við athöfn …
Vladimír Pútín Rússlandsforseti sést hér með Ravil Maganov við athöfn í Kreml í nóvember. AFP

Ravil Maganov, stjórnarformaður rússneska olíufyrirtækisins Lukoil, lést eftir að hafa fallið út um glugga sjúkrahúss í Moskvu. 

Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa staðfest andlátið, en þeir segja aftur á móti að að Maganov, sem var 67 ára gamall, hafi látist í kjölfar alvarlegra veikinda. 

Rússneskir fjölmiðlar segja að hann hafi hlotið meðferð á sjúkrahúsi í Moskvu en að hann hafi látist af völdum áverkanna sem hann hlaut við fallið. 

Fram kemur í umfjöllun BBC, að Maganov bætist nú í hóp þekktra manna úr rússnesku viðskiptalífi sem láta lífið við afar dularfullar aðstæður. 

Lögreglan segist vera að rannsaka málið og hvað varð honum að bana. Tass-fréttastofan hefur eftir heimildamönnum að hann hafi fallið út um glugga á sjöttu hæð sjúkrahússins. Fréttastofan greindi síðar frá því að hann hefði tekið eigið líf. 

Skömmu eftir að Rússar gerðu innrás í Úkraínu fyrir hálfu ári kallaði stjórn Lukoil eftir því að bundinn yrði endi á átökin eins fljótt og auðið væri, auk þess sem stjórnin sýndi fórnarlömbum „þessa harmleiks“, eins og það var orðað, samúð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert