Sarah Palin, fyrrverandi ríkisstjóri Alaska, tapaði kjöri í kosningum um þingsæti ríkisins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings en sætið hefur fallið í hlut repúblikana í næstum fimm áratugi.
Demókratinn Mary Peltola hafði sigur úr býtum í kosningunum og verður hún fyrsti frumbygginn frá Alaska til að fá sæti á þinginu. Hún talaði fyrir aðgengi að þungunarrofi, loftslagsaðgerðum og lagði áherslu á laxastofna ríkisins.
Kosningarnar fóru fram eftir að skipa varð í sætið þegar þingmaður ríkisins féll frá fyrr á árinu. Aftur verður keppt um sætið í nóvember.
Palin sem gegndi embætti ríkistjóra Alaska frá 2006 til 2009 var varaforsetaefni Johns McCain í forsetakosningunum árið 2008.