Margar möppur sem lagt var hald á í Mar-a-Lago klúbbnum og á heimili Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, reyndust vera tómar en merktar með þeim hætt að þar væru geymd skjöl með viðkvæmum upplýsingum.
Bandaríska alríkislögreglan FBI veitti í dag upplýsingar um innihald þeirra kassa sem hún lagði hald á við húsleitir í þessari aðgerð sem vakið hefur óskipta athygli.
Samkvæmt FBI fannst talsvert magn af skjölum sem flokkuð eru sem leynileg en einnig vakti athygli alríkislögreglumanna að tugir mappa sem merktar voru sem trúnaðarmál reyndust tómar.
Forsetinn á hverjum tíma hefur heimildir til að lesa og kynnna sér slík gögn er varðar hagsmuni þjóðarinnar en ekki er gert ráð fyrir því að sá sem gegnir embættinu á hverjum tíma fari með þau heim til sín að kjörtímabilinu loknu. Um varðveislu slíkra gagna og umgengni við þau gilda lög og reglur og fyrir liggur hjá hvaða stofnunum geyma skjal slík skjöl.
Hafði Trump ítrekað verið krafinn um að skila opinberum gögnum sem talið var að hann hefði undir höndum eftir að hann lét af embætti. Við því hafði ekki verið orðið og í júní fullyrtu lögmenns Trumps raunar að engin slík skjöl væri að finna á heimili hans né í klúbbnum umrædda.