Lögreglumaður í 10 ára fangelsi

Frá árásinni á þinghúsið 6. janúar í fyrra.
Frá árásinni á þinghúsið 6. janúar í fyrra. AFP

Fyrrverandi lögreglumaður í New York, sem réðst á lögreglumenn í árásinni á þinghúsið í Bandaríkjunum þann 6. janúar, hefur verið dæmdur í 10 ára fangelsi.

Thomas Webster var í maí fundinn sekur um fjölda ákæruliða, meðal annars árás á lögreglu, ofbeldi og óspektir.

Kemur fram í frétt BBC að fleiri en 850 einstaklingar hafi verið ákærðir fyrir þátttöku sína í árásinni en dómurinn sem Webster fékk er sá lengsti sem nokkur, sem tók þátt í árásinni, hefur hingað til fengið.  

Hafnað að um sjálfsvörn hefði verið að ræða

Dómstóll í New York hafnaði áður rökum Websters um að hann hefði sveiflað fánastöng úr málmi í átt að lögreglumanni og ráðist á annan og þrengt að öndunarvegi hans í sjálfsvörn. 

Dómarar samþykktu rök saksóknara um að Webster hefði stýrt árás sem beindist að lögreglumönnunum og að þrátt fyrir bakgrunn sinn og þjálfun hefði hann ekki reynt að draga úr átökunum.

Dómstóllinn samþykkti þó að stytta fangelsisdóm Websters um 3 ár vegna þess að hann hafði í 25 ár starfað sem bæði lögreglumaður og hermaður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka