Útiloka aðra tilraun í þessum „skotglugga“

Bill Nelson, stjórnandi hjá NASA, á blaðamannafundi í gær.
Bill Nelson, stjórnandi hjá NASA, á blaðamannafundi í gær. AFP

Bandaríska geimferðastofnunin NASA gæti þurft að bíða fram í næsta mánuð til þess að gera aðra tilraun til að skjóta eldflauginni sem á að marka upphaf Artemis-áætlunarinnar til tunglsins. Stjórnendur hafa útilokað að gerð verði önnur tilraun í þessum „skotglugga“ sem rennur út á þriðjudaginn.

Næsta tilraun verður mögulega gerð á tímabilinu 19. september til 4. október en ef það mistekst þarf að reyna aftur á tímabilinu 17. til 31. október. Á morgun mun betur koma í ljós hvor „skotglugginn“ sé líklegri.

Bilun kom upp

Eldflaugaskotið átti að fara fram í gær en var frestað. Samkvæmt upplýsingum frá NASA kom upp bilun í einni af hliðareldflaugum geimfarsins. 

Milljónir manna um allan heim höfðu þá verið að fylgjast með beinni útsendingu í von um að verða vitni að þessu sögulega eldflaugarskoti.

Bill Nelson, stjórnandi hjá NASA, sagði á blaðamannafundi í gær að eldflaugaskotið væri byggt á nýrri tækni og því ekki furða að verkefnið væri erfitt.

Artemis er ómönnuð eldflaug.
Artemis er ómönnuð eldflaug. AFP/Chandan Khanna

Hætta þurfti þó við skotið þegar að leki fannst. Þetta er í annað sinn sem skotinu er frestað sökum leka en upprunalega var stefnt að því að koma eldflauginni í loftið á mánudaginn síðasta.

Í samtali við mbl.is í gær sagði Sæv­ar Helgi Braga­son, sem oft er nefnd­ur Stjörnu-Sæv­ar, að frestunin væri eðlileg. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert