6,6 stiga skjálfti í Kína

Borgin Chengdu í suðvesturhluta Kína.
Borgin Chengdu í suðvesturhluta Kína. AFP

Jarðskjálfti af stærðinni 6,6 gekk yfir suðvesturhluta Kína í morgun. Byggingar í borginni Chengdu hristust en þar hafa milljónir manna þurft að halda sig heima við vegna kórónuveirufaraldursins.

Skjálftinn varð um 43 kílómetrum suðaustur af borginni Kangding í héraðinu Sichuan.

Engar fregnir hafa borist af meiðslum. 

„Ég fann hann ansi vel,“ sagði Chen, íbúi í Chengdu. „Sumir nágranna minna á jarðhæð sögðust hafa fundið mjög vel fyrir honum.“

Yfir 500 manns hafa verið kallaðir út til aðstoðar, en þó nokkrir eftirskjálftar hafa orðið á nærliggjandi svæðum.

Uppfært kl. 8.18:

Að minnsta kosti sjö eru látnir eftir jarðskjálftann, að sögn ríkisfjölmiðilsins CCTV.

Þar kemur fram að „alvarlegar skemmdir á húsum vegna aurskriða“ hafi orðið í nokkrum bæjum í héraðinu Sichuan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka