Á barmi hungursneyðar í Sómalíu

Hawa Mohamed Isack (til hægri), fær sér vatnsspopa í Muuri-búðunum …
Hawa Mohamed Isack (til hægri), fær sér vatnsspopa í Muuri-búðunum í febrúar síðastliðnum. 500 slíkar eru í landinu fyrir fólk sem hefur þurft að yfirgefa heimili sín. AFP/Yashuyoshi Chiba

Yfirmaður mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum varar við því að Sómalía, þar sem miklir þurrkar hafa geisað, sé á barmi hungursneyðar í annað sinn á rúmum áratug.

Hann segir að tíminn sé að renna út ef menn ætla sér að bjarga mannslífum.

„Hungursneyð er við þröskuldinn og við erum að fá lokaviðvörun,“ sagði Martin Griffiths á blaðamannafundi í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu.

Martin Griffiths á blaðamannafundinum í morgun.
Martin Griffiths á blaðamannafundinum í morgun. AFP/Hassan Ali Elmi

Skýrsla um matvæli og næringu í landinu sem á að koma út í dag hefur að geyma „greinilegar vísbendingar“ um að hungursneyð verði í héruðunum Baidoba og Burhakaba í Sómalíu í október til desember, sagði Griffiths.

„Það hefur verið mikið áfall undanfarna daga að sjá hversu mikinn sársauka og þjáningar margir Sómalar eru að glíma við,“ bætti Griffiths við, sem hóf heimsókn sína til landsins á fimmtudaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert