„Þetta var hræðilegt, en á sama tíma er ég agndofa yfir þeirri mannúð sem þarna sást,“ segir Óskar Hallgrímsson. Hann fór í síðustu viku til Soledar í Donetsk-héraði, þar sem harðir bardagar hafa geisað síðustu daga.
Óskar fylgdist þar með störfum Bryce Wilson, Ignatius Ivlev-Yorke og Spearhead foundation. Vill hann þakka þeim fyrir að hafa tryggt öryggi sitt á meðan hann var á framlínunni, en þeir fjármagna sig mestmegnis í gegnum samfélagsmiðla.
Þar varð hann vitni að því þegar fólki var bjargað úr húsarústum í Soledar og flutt til Kramatorsk, höfuðborgar Donetsk-héraðs, þaðan sem fólkið fer til annarra áfangastaða. „Þessir menn sem sinna þessu starfi eru ekki á neinum launum, allt sjálfboðaliðar sem fjármagna sig sjálfir. Það var bara mikill heiður fyrir mig að fá að vera í kringum alvöruhetjur,“ segir Óskar.
Nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.