Liz Truss sögð líklegri til sigurs

Annað hvort Liz Truss eða Rishi Sunak verður næsti forsætisráðherra …
Annað hvort Liz Truss eða Rishi Sunak verður næsti forsætisráðherra Bretlands. AFP

Sterklega er búist við að Liz Truss muni bera sigur úr býtum í nýafstöðnu leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi og verði næsti forsætisráðherra landsins. Atkvæðagreiðslu lauk á föstudaginn en þar var kosið á milli Truss, sem er utanríkisráðherra, og Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra.

Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar verður gerð opinber klukkan 11:30 í dag að íslenskum tíma en talið er að um 200 þúsund meðlimir Íhaldsflokksins hafi tekið greitt atkvæði.

Boris Johnson, sem starfað hefur sem forsætisráðherra frá því hann sagði af sér embætti í byrjun júlí, mun í kjölfarið færa Elísabetu Englandsdrottningu formlegt uppsagnarbréf sitt á morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert