Liz Truss sögð líklegri til sigurs

Annað hvort Liz Truss eða Rishi Sunak verður næsti forsætisráðherra …
Annað hvort Liz Truss eða Rishi Sunak verður næsti forsætisráðherra Bretlands. AFP

Sterk­lega er bú­ist við að Liz Truss muni bera sig­ur úr být­um í ný­af­stöðnu leiðtoga­kjöri Íhalds­flokks­ins í Bretlandi og verði næsti for­sæt­is­ráðherra lands­ins. At­kvæðagreiðslu lauk á föstu­dag­inn en þar var kosið á milli Truss, sem er ut­an­rík­is­ráðherra, og Ris­hi Sunak, fyrr­ver­andi fjár­málaráðherra.

Niðurstaða at­kvæðagreiðslunn­ar verður gerð op­in­ber klukk­an 11:30 í dag að ís­lensk­um tíma en talið er að um 200 þúsund meðlim­ir Íhalds­flokks­ins hafi tekið greitt at­kvæði.

Bor­is John­son, sem starfað hef­ur sem for­sæt­is­ráðherra frá því hann sagði af sér embætti í byrj­un júlí, mun í kjöl­farið færa Elísa­betu Eng­lands­drottn­ingu form­legt upp­sagn­ar­bréf sitt á morg­un.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert