Sextán manns slösuðust eftir að fallturn bilaði

Fallturninn áður en hann bilaði.
Fallturninn áður en hann bilaði. Skjáskot

Sextán manns slösuðust eftir að fallturn bilaði í Mohali-borg í Punjab-héraði á Norður-Indlandi í gær.

Í myndskeiði, sem hefur farið eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum á undanförnum sólarhring, sést þegar að fallturninn hrapar um fimmtán metra hæð á leiðinni niður og brotlendir í stað þess að stöðvast við gólf og sæti farþeganna skjótast upp í loft.

Læknir sem hefur verið með yfirsýn yfir þá sem slösuðust sagði í samtali við fréttastofu ANI að ekki væri um alvarleg meiðsli að ræða.

Tívólíinu í Mohali hefur verið lokað og er málið til rannsóknar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert