Gotabaya Rajapaksa, fyrrverandi forseti Srí Lanka sem var steypt af stóli, sneri aftur til landsins á föstudaginn, sjö vikum eftir að hann flúði eyjuna.
Rajapaksa flúði Srí Lanka um miðjan júlí. Mikil ólga hefur verið í landinu vegna efnahagsástandsins þar og hlaut forsetinn mikla gagnrýni vegna þess.
Er flugvél Rajapaksa lenti á aðalalþjóðaflugvelli landsins tóku stjórnmálamenn á móti honum með blómum.
„Hann hafði mikinn áhuga á að snúa aftur,“ sagði varnarmálafulltrúi, sem óskaði eftir nafnleynd, við fréttatofu AFP.
„Við erum nýbúin að stofna nýja öryggisdeild til að vernda hann eftir heimkomuna,“ bætti embættismaðurinn við.