Týndi forsetinn snúinn heim

Fyrrverandi forsetinn hefur bundið enda á sjálfskipaða útlegð sína.
Fyrrverandi forsetinn hefur bundið enda á sjálfskipaða útlegð sína. AFP/Keawsowattana/Thai News Pix

Gotabaya Rajapaksa, fyrrverandi forseti Srí Lanka sem var steypt af stóli, sneri aftur til landsins á föstudaginn, sjö vikum eftir að hann flúði eyjuna.

Rajapaksa flúði Srí Lanka um miðjan júlí. Mikil ólga hef­ur verið í landinu vegna efna­hags­ástandsins þar og hlaut forsetinn mikla gagnrýni vegna þess. 

Mikil umferð var nálægt alþjóðaflugvellinum.
Mikil umferð var nálægt alþjóðaflugvellinum. AFP/Ishara S. Kodikara

Stofna nýja öryggisdeild

Er flugvél Rajapaksa lenti á aðalalþjóðaflugvelli landsins tóku stjórnmálamenn á móti honum með blómum.

„Hann hafði mikinn áhuga á að snúa aftur,“ sagði varnarmálafulltrúi, sem óskaði eftir nafnleynd, við fréttatofu AFP.

„Við erum nýbúin að stofna nýja öryggisdeild til að vernda hann eftir heimkomuna,“ bætti embættismaðurinn við.

Fyrrverandi forsetinn er kominn aftur heim.
Fyrrverandi forsetinn er kominn aftur heim. AFP/Amal Jayasinghe
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert