Yfir 20 látnir eftir jarðskjálftann

Frá borginni Chengdu í héraðinu Sichuan í Kína.
Frá borginni Chengdu í héraðinu Sichuan í Kína. AFP

Að minnsta kosti 21 er látinn eftir jarðskjálftann af stærðinni 6,6 sem skók suðvesturhluta Kína í morgun.

Ríkisfjölmiðillinn CCTV sagði að 14 manns hefðu farist í Shimian-sýslu í héraðinu Sichuan. Áður hafði verið greint frá sjö dauðsföllum í nærliggjandi Luding-sýslu.

Skjálft­inn átti upptök sín um 43 km suðaust­ur af borg­inni Kang­d­ing í Sichuan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert