65 látnir eftir skjálftann í Kína

Björgunarsveitir að störfum.
Björgunarsveitir að störfum. AFP

Að minnsta kosti 65 eru látnir eftir jarðskjálfta af stærðinni 6,6 sem gekk yfir suðvesturhluta Kína í gærmorgun. Fleiri hundruð manna eru fastir á afskekktum svæðum eða saknað. Björgunarsveitir leita nú að eftirlifendum í kappi við tímann.

Veðurstofa Kína hefur varað við því að búast megi við verulegri úrkomu fram á fimmtudag á skjálftasvæðinu. Þá gætu aurskriður hamlað björgunarstörfum.

Upptökur frá China Eartquake Networks Cetner (CENC) sýndu grjót hrynja niður fjallshlíðarnar í Luding-sýslu og skilja eftir sig rykský. Þá mátti sjá símastaura sveiflast í skjálftanum.

„Húsið skalf svo mikið að ég vaknaði samstundis,“ sagði kona að nafninu Zheng við fréttastofu í Peking. „Hús bróður míns hrundi. Hans hús er gamalt og byggt fyrir meira en 10 árum. Mitt hús er nýlega byggt, svo ástandið er betra,“ sagði hún.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert