Að minnsta kosti 65 eru látnir eftir jarðskjálfta af stærðinni 6,6 sem gekk yfir suðvesturhluta Kína í gærmorgun. Fleiri hundruð manna eru fastir á afskekktum svæðum eða saknað. Björgunarsveitir leita nú að eftirlifendum í kappi við tímann.
Veðurstofa Kína hefur varað við því að búast megi við verulegri úrkomu fram á fimmtudag á skjálftasvæðinu. Þá gætu aurskriður hamlað björgunarstörfum.
Upptökur frá China Eartquake Networks Cetner (CENC) sýndu grjót hrynja niður fjallshlíðarnar í Luding-sýslu og skilja eftir sig rykský. Þá mátti sjá símastaura sveiflast í skjálftanum.
„Húsið skalf svo mikið að ég vaknaði samstundis,“ sagði kona að nafninu Zheng við fréttastofu í Peking. „Hús bróður míns hrundi. Hans hús er gamalt og byggt fyrir meira en 10 árum. Mitt hús er nýlega byggt, svo ástandið er betra,“ sagði hún.