Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, hefur skipað Kwasi Kwarteng sem fjármálaráðherra og James Cleverly sem utanríkisráðherra, en þeir eru fyrstu svörtu mennirnir til að gegna þeim embættum.
Þá hefur Truss auk þess tilnefnt Suellu Braverman til að gegna embætti innanríkisráðherra, en Priti Patel, sem gengdi embættinu í tíð Borisar Johnson sagði af sér í gær. Þá var Therese Coffey skipuð heilbrigðisráðherra.
Er þetta í fyrsta sinn í sögu Bretlands sem ekkert af fjórum stærstu ráðherraembættum landsins, forsætisráðuneyti, fjármálaráðuneyti, innanríkisráðuneyti og utanríkisráðuneyti, er skipað hvítum karlmanni.