Vill öryggissvæði umhverfis kjarnorkuverið

Kjarnorkuverið er í suðurhluta Úkraínu.
Kjarnorkuverið er í suðurhluta Úkraínu. AFP/Ed Jones

Alþjóðakjarn­orku­mála­stofn­unin vill að komið verði á fót öryggissvæði umhverfis kjarn­orku­verið Sa­porisjía í Úkraínu.

Rússar hafa yfirráð yfir svæðinu og hafa verið gerðar árásir þar að undanförnu.

Stofnunin segir ástandið óviðráðanlegt en eftirlitsteymi hennar var sent að kjarnorkuverinu í síðustu viku. Þá var kallað eftir því að öryggi yrði tryggt sem allra fyrst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka