Að minnsta kosti 32 létust og fleiri slösuðust þegar mikill eldur braust út á karókí-stað í suðurhluta Víetnam á þriðjudagskvöld.
Eldur kom upp á annarri hæð byggingarinnar og hindraði bæði gesti og starfsfólk frá því að komast út. Eldurinn breiddist svo hratt út upp á þriðju hæð þar sem mikið var af eldfimum efnum. Fernt stökk út um glugga til að reyna að bjarga lífi sínu og slasaðist fólkið töluvert, að segir í frétt BBC.
Um 60 voru á staðnum þegar eldurinn braust út. Slökkvilið kom fljótlega á vettvang og greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins. Leit að fólki í byggingunni er lokið, en eldsupptök eru enn ókunn.
Nokkrir brunar hafa átt sér stað á karókí-stöðum í Víetnam á síðustu árum, en bruninn er gær er sá mannskæðasti. Áhyggjur hafa vaknað yfir að öryggismálum sé ábótavant á stöðunum og að ekki sé gerðar nægar kröfur. Í síðasta mánuði létust þrír slökkviliðsmenn þegar þeir reyndu að ráða niðurlögum elds á karókí-stað í höfuðborginni Hanoi.