Hollenska borgin Haarlem mun verða sú fyrsta í heiminum til að banna auglýsingar fyrir flest kjöt og tekur bannið gildi árið 2024. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort auglýsingar á lífrænu kjöti verði bannaðar en ástæðu bannsins má rekja til umhverfisáhrifa. Bannið tekur til auglýsinga á mikið ræktuðu kjöti (e. intensively farmed meat) á opinberum stöðum eins og rútum, skýlum og á skjám.
„Það er ekki í samræmi við stefnu borgarinnar að græða peninga á að auglýsa vörur í almenningsrýmum sem ýta undir hlýnun jarðar,“ sagði Ziggy Klazes, ráðgjafi GroenLinks (vinstri hreyfingar), í viðtali við AFP. Samkvæmt hennar skilningi beinist bannið jafnframt að auglýsingum skyndibitakeðja. Bann við auglýsingum fyrir flugferðir, bensínknúna bíla og jarðefnaeldsneyti hafði þegar verið sett í Amsterdam og The Hague og lengist listinn því enn frekar í Hollandi yfir bann á auglýsingum.
Bannið hefur verið gagnrýnt af hollenska kjötiðnaðinum og nokkrum stjórnmálaflokkum sem líta á það sem birtingarmynd ritskoðunar og fordóma í garð kjötæta.