Dómstóll í Hong Kong hefur komist að þeirri niðurstöðu að fimm höfundar barnabóka hefðu gerst sekir um æsa til uppreisnar.
Í bókunum má sjá lýðræðissinna í Hong Kong í líki kinda að verja þorp sitt gegn yfirráðamönnum í Kína, sem eru þá í líki úlfa.
Bækurnar voru gefnar út af stéttarfélagi talmeinafræðinga, að því er fram kemur í umfjöllun The Guardian um málið.
Sakborningarnir viðurkenndu að hafa byggt efni bókanna á götumótmælunum sem hófust í Hong Kong árið 2019.
Höfundarnir, sem allir eru á þrítugsaldri, hafa verið dæmdir fyrir samsæri fyrir að prenta, gefa út, selja, dreifa, sýna og framleiða alvarlegt uppreisnarefni. Fram kemur að þeir gætu átt yfir höfði sér tveggja ára fangelsisdóm.