Gögn um vopnabúr erlends ríkis fundust

Trump á kosningafundi fyrr í mánuðinum.
Trump á kosningafundi fyrr í mánuðinum. AFP/Spencer Platt/Getty Images

Í einu þeirra leynilegu skjala sem bandaríska alríkislögreglan, FBI, fann á heimili Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, voru upplýsingar um varnarmál erlends ríkis, þar á meðal kjarnorkuvopnabúr.

Washington Post greindi frá þessu.

Blaðið, sem vísaði í ónafngreinda heimildarmenn, sagði að sum skjalanna sem fundust í húsi Trumps, Mar-a-Lago, voru svo háleynileg að aðeins forsetinn og ríkisstjórnin eða háttsettir embættismenn nátengdir ríkisstjórninni máttu veita öðrum embættismönnum aðgang að þeim. 

Ekki kom fram um hvaða erlenda ríki er að ræða.

Að sögn Post þarf sérstakt samþykki fyrir því að sjá háleynileg skjöl sem þessi.

Ekki kom fram hvar í húsinu skjölin fundust en þar er einnig starfræktur einkaklúbbur.

Trump er undir auknum lagalegum þrýstingi vegna málsins. Bandaríska dómsmálaráðuneytið segir að leynileg skjöl hafi líklega verið falin til að hindra rannsókn FBI á málinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert