Annar árásarmannanna tveggja í stunguárásinni í Kanada á sunnudaginn var handtekinn af lögreglunni í Kanada í dag. Hann er jafnframt grunaður um að hafa orðið hinum árásarmanninum að bana.
Eins og greint hefur verið frá stungu tveir árásarmenn að nafni Myles Sanderson og Damien Sanderson tíu manns til bana og særðu 18 á sunnudaginn. Árásirnar áttu sér stað í samfélagi frumbyggja, James Smith Cree Nation, og nálægt smábænum Weldon.
Myles og Damien voru bræður en lögreglan fann Myles Sanderson í dag klukkan 15:30 á staðartíma og handtók hann um leið. Í tilkynningu lögreglu kemur fram að ekki steðji hætta gegn almenningi lengur.
Damien fannst látinn daginn eftir stunguárásina en Myles er grunaður um að hafa orðið bróður sínum að bana.