Ná aftur Karkív-héraði

Volodimír Selenskí, for­seti Úkraínu, tilkynnti þetta í dag.
Volodimír Selenskí, for­seti Úkraínu, tilkynnti þetta í dag. AFP

Úkraínskar hersveitir hafa aftur náð yfirráðasvæðum Rússa í Karkív-héraði, í norðausturhluta landsins, að sögn Volodimírs Selenskí Úkraínuforseta.

Rússar náðu Karkív-héraði á sitt vald snemma í stríðinu, sem staðið hefur yfir síðan þann 24. febrúar síðastliðinn.

„Í þessari viku munum við fá góðar fréttir frá Karkív-svæðinu,“ sagði Selenskí í daglegu ávarpi. „Nú er ekki rétti tíminn til þess að nefna þessa sigra. En þangað er úkraínski fáninn kominn,“ sagði hann. 

Ekki náð höfuðstað Karkív

Úkraínskar hersveitir hafa farið mikinn í Karkív-héraði undanfarna daga en ekki hefur enn verið unnt að staðfesta hvaða svæði þær hafa lagt undir sig. Úkraínumenn hafa beitt gagnárásunum í suðurhluta landsins síðan í síðustu viku og náð nokkrum þorpum aftur á sitt vald.

Sprengjur dynja reglulega á borginni Karkív, sem er sú næststærsta í Úkraínu, en Rússar hafa ekki enn náð henni á sitt vald.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert