Þrír látnir og sex slösuðust þegar krani hrundi

Björgunarmenn við störf þegar krani hrundi í Hong Kong.
Björgunarmenn við störf þegar krani hrundi í Hong Kong. AFP

Þrír létu lífið og sex slösuðust eftir að krani hrundi á byggingarsvæði í Hong Kong. Vettvangur slyssins var hluti af stóru byggingarsvæði þar sem búa átti til 19.000 íbúðir. 

Einn lést af völdum höfuðkúpubrots, annar maður var fastur undir rústunum þar sem björgunarmenn reyndu án árangurs að ná til hans. Reynt var að ná til þriðja mannsins af tugum björgunarsveitarmanna án árangurs en lögreglan staðfesti síðar að allir þrír væru látnir.

Chris Sun, vinnu- og velferðarmálaráðherra Hong Kong, sagði í samtali við blaðamenn að augljóst vandamál væri til staðar varðandi staðsetningu kranans og fyrirskipaði að vinna yrði stöðvuð á svæðinu.

John Lee, leiðtogi Hong Kong, sagði þá jafnframt að vinnumáladeildin myndi rannsaka atvikið og tryggja að kranarnir myndu uppfylla öryggisstaðla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert