43 milljón hænur og kalkúnar hafa drepist í Bandaríkjunum á þessu ári sökum fuglaflensu. Sjúkdómurinn greindist nýlega í hænum í stóru eggjabúi í Ohio-ríki í Bandaríkjunum og þarf því að aflífa allar þrjár milljón hænur búsins.
Fréttastofa ABC greinir frá þessu.
Fuglaflensusmit var staðfest í búinu um helgina og hafa starfsmenn eggjabúsins þegar hafist handan við að aflífa hænurnar.
Fuglaflensufaraldurinn hefur farið eins og eldur um sinu í Bandaríkjunum undanfarnar vikur en sjúkdómurinn hefur greinst í Indíana, Minnisota, Norðu Dakóta og Wisconsin-ríki. Hænurnar eru aflífaðar til að koma í veg fyrir að sjúkdómurinn berist til manna í gegnum matvæli.