Fánar vestanhafs dregnir í hálfa stöng

Fánar opinberra bygginga í Bandaríkjunum hafa verið lækkaðir að beiðni …
Fánar opinberra bygginga í Bandaríkjunum hafa verið lækkaðir að beiðni Joe Bidens Bandaríkjaforseta, þar á meðal fána þinghússins. AFP

Víða um heim hafa fánar opinberra bygginga verið dregnir niður í hálfa stöng í kjölfar andláts Elísabetar II. Bretadrottningar.

Þar á meðal er sá bandaríski, en í Hvíta húsinu hefur hann verið dreginn niður, auk annarra opinberra bygginga að beiðni Joe Bidens Bandaríkjaforseta, þar á meðal fána þinghússins.

Fánar á skipum og höfnum Bandaríkjaflota, sem og aðrir fánar hersins verða einnig dregnir niður í hálfa stöng, samkvæmt fyrirskipun frá Hvíta húsinu.

Í Kanada, sem heyrir undir bresku krúnuna, var fáni Friðarturnsins í höfuðborginni Ottawa dreginn í hálfa stöng þegar fregnirnar bárust.

Hvíta húsið.
Hvíta húsið. AFP
Friðarturninn í Kanada.
Friðarturninn í Kanada. AFP
Breska sendiráðið í Frakklandi.
Breska sendiráðið í Frakklandi. AFP
Buckinghamhöll.
Buckinghamhöll. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert