Hinn bróðirinn lést í haldi lögreglu

Árásarmennirnir og bræðurnir Damien Sanderson og Myles Sanderson.
Árásarmennirnir og bræðurnir Damien Sanderson og Myles Sanderson. AFP

Myles Sanderson, ann­ar árás­ar­mann­anna tveggja í stungu­árásum í Kan­ada á sunnu­dag­inn, lést í haldi lögreglunnar í gærkvöldi.

Myles var handtekinn í gær en þá hafði hans verið leitað síðan á sunnudag.  

Myles og bróðir hans Damien Sanderson, urðu tíu manns að bana og særðu 18 í árásunum. Þær áttu sér stað í sam­fé­lagi frum­byggja, James Smith Cree Nati­on, og ná­lægt smá­bæn­um Weldon. 

Að sögn Rhondu Blackmore aðstoðaryfirlögreglustjóra varð Myles skyndilega alvarlega veikur og fluttur á sjúkrahús þar sem hann var úrskurðaður látinn. Frekari upplýsingar gaf hún ekki.

Damien fannst látinn daginn eftir stunguárásina og telja yfirvöld líklegt að bróðir hans hafi orðið honum að bana.

Blackmore bætti við að þar sem báðir bræðurnir væru nú látnir væri aldrei hægt að skilja til full hver ástæða árásanna var.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert