Hvíta húsið hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem það vottar samúð sína vegna andláts Elísabetar II. Bretadrottningar. Um hafi verið að ræða leiðtoga eins sterkasta bandamanns Bandaríkjanna.
„Hugur okkar og hjarta eru hjá fjölskyldu drottningarinnar, og hjá bresku þjóðinni,“ sagði talskona Hvíta hússins, Karine Jean-Pierre, aðeins örfáum mínútum eftir að tilkynnt var um andlát drottningarinnar.
Elísabet var 96 ára þegar hún lést og er Karl sonur hennar, sem er 73 ára, þegar tekinn við sem konungur Bretlands.