Forsætisráðherrar Póllands og Eystrasaltslandanna þriggja samþykktu í dag að meina rússneskum ríkisborgurum með evrópska vegabréfsáritun tímabundið aðgang að löndunum „til að standa vörð um öryggi og verða við óskum almennings.“
„Eistland, Lettland, Litháen og Pólland hafa fallist á sameiginlega svæðisnálgun og tjá hér með pólitískan vilja til að kynna nýjar tímabundnar aðgerðir gegn rússneskum ríkisborgurum með vegabréfsáritanir,“ sögðu forsætisráðherrarnir fjórir í yfirlýsingu.