Segja 51.250 rússneska hermenn hafa verið drepna

Rússneskir hermenn.
Rússneskir hermenn. AFP

51.250 rússneskir hermenn hafa verið drepnir frá því að innrásin hófst, samkvæmt tölum sem úkraínski herinn birti á Twitter.

Auk hermennanna sem hafa fallið í valinn sýndu tölurnar að Rússar hefðu misst alls 2.112 skriðdreka, 4.557 brynvarðar bifreiðar og 239 flugvélar.

Í færslu á facebook sagði herinn einnig að mesta tjónið hefði orðið í suðausturhluta borgarinnar Dónetsk.

Hafa engu tapað

Á rússnesku efnahagsráðstefnunni í Austurríki í gær var Vladimír Pútin forseti Rússlandi spurður um kostnaðinn við árásina. Þar neitaði hann öllum fréttum um tap Rússa.  

„Við höfum engu tapað og við munum engu tapa,“ sagði hann. „Helsti ávinningurinn er að styrkja fullveldi okkar.”

Úkraínsk­ar her­sveit­ir náðu aftur yf­ir­ráðasvæðum Rússa í Karkív-héraði, í norðaust­ur­hluta lands­ins, í gær að sögn Volodimírs Selenskí Úkraínu­for­seta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka