Kostnaðurinn við það að endurreisa Úkraínu hleypur á um 350 milljörðum dala, eða sem samsvarar 49.000 milljörðum króna, samkvæmt nýrri skýrslu sem gefin var út fyrr í dag.
Skýrslan var gefin út af Alþjóðaseðlabankanum, Evrópusambandinu og ríkisstjórn Úkraínu.
Upphæðin, sem er um 1,5x hærri en stærð hagkerfis Úkraínu, er talin vera í lægri kantinum og áætlað að hún verði hærri því lengur sem stríðið varir.
Rússar höfðu eyðilagt byggingar og innviði fyrir um 100 milljarða dala 1. júní. Talið er að á næstu þremur árum þurfi að fjárfesta 105 milljörðum dala til þess að endurreisa hornsteina samfélagsins svo sem; heilbrigðiskerfi, menntakerfi og innviði Úkraínu.
Denys Shymal, forsætisráðherra Úkraínu, sagði við fjölmiðla að endurreisn væri hafin á svæðum sem Úkraínumenn hafa endurheimt en til þess þurfi aukið fjármagn frá erlendum ríkjum.
G7 þjóðirnar og Evrópusambandið hafa þegar veitt Úkraínu 39 milljarða dala og fleiri fjárveitingar eru í pípunum.