Senda aukinn herafla til Karkív-héraðs

Slökkviliðsmenn leita í rústum í Karkív-héraði eftir flugskeytaárás Rússa fyrr …
Slökkviliðsmenn leita í rústum í Karkív-héraði eftir flugskeytaárás Rússa fyrr í vikunni. AFP/Sergei Bobok

Rússar ætla að senda aukinn herafla til Karkív-héraðs í austurhluta Úkraínu. Þar hafa úkraínskir hermenn verið í stórsókn í von um að endurheimta landsvæði sem Rússar tóku af þeim.

Vitalí Ganchev, rússneskur embættismaður, sagði í sjónvarpsviðtali að „hörð átök“ væru framundan skammt frá Balaklíja, sem er bær í Karkív sem Úkraínumenn sögðust hafa endurheimt í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka