Vísindamenn hafa fundið út hvernig loftmengun getur valdið lungnakrabbameini hjá einstaklingum sem reykja ekki.
Vísindamaðurinn Charles Swanton kynnti rannsóknina á árlegri ráðstefnu European Society for Medical Oncology í París.
Rannsóknir vísindamannanna sýna að örsmáar agnir sem verða til við brennslu jarðefnaeldsneytis geti valdið krabbameini.
Loftmengun hefur lengi talin tengjast lungnakrabbameini hjá fólki sem hefur aldrei reykt.
„En við vissum í raun ekki hvort mengun olli lungnakrabbameini beint - eða hvernig,“ sagði Swanton við fréttastofu AFP.