Fimm einstaklingar eru látnir eftir að fuglaskoðunarbát hvolfdi við Nýja Sjáland. Talið er að bátnum rekist á hval.
Ellefu einstaklingar voru um borð í bátnum en slysið átti sér við strendur bæjarins Kaikora.
Lögreglan hefur ekki viljað tjá sig um það hvað olli því að bátnum hvolfdi, en staðfesti þó að árekstur hafi orðið og að um fordæmalaust atvik væri að ræða.
Bæjarstjóri Kaikora tjáði fjölmiðlum aftur á móti að talið sé að báturinn hafi rekist á hval.
Aðstæður voru með besta móti þegar slysið átti sér stað, en líkur eru taldar á að hvalurinn hafi synt undir bátinn, sem hafi valdið því að bátinn hvolfdi.
Þrjár þyrlur tóku þátt í björgunaraðgerðunum. Frá þessu greindi BBC.