Úkraínumenn sækja í sig veðrið

Úkraínskir hermenn nærri Karkív í gær.
Úkraínskir hermenn nærri Karkív í gær. AFP/Juan Barreto

Úkraínu­mönn­um tókst að koma Rúss­um á óvart með gagn­sókn nærri borg­inni Karkív í aust­ur­hluta Úkraínu sam­kvæmt því sem BBC hef­ur verið heim­ilda­manni úr breska varn­ar­málaráðuneyt­ingu. 

Úkraínsk­ir her­menn hafa end­ur­heimt yf­ir­ráð yfir mörg­um svæðum en Selenskí Úkraínu­for­seti sagði í gær svæðin vera fleiri en þrjá­tíu tals­ins. 

Svo virðist sem her­sveit­ir Úkraínu hafi náð fleiri svæðum á sitt vald en sam­kvæmt BBC hafa þær brotið sér leið um 50 kíló­metra.

Gagn­sókn­ir Úkraínu eru einnig sagðar hafa ein­angrað nokkuð rúss­nesk­ar her­sveit­ir í kring­um borg­ina Izy­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka