Útför drottningar verður 19. september

Búið er að staðfesta dagsetningu útfarar drottningarinnar.
Búið er að staðfesta dagsetningu útfarar drottningarinnar. AFP

Það hefur nú verið staðfest að útför Elísabetar II drottningar muni fara fram mánudaginn 19. september í Westminster Abbey í Lundúnum.

Útförin mun jafnframt marka síðasta dag þjóðarsorgar, að því er BBC greinir frá.

Þjóðhöfðingjum alls staðar úr heiminum verður boðið að mæta í útförina til að minnast drottningarinnar. Einnig er búist við að háttsettir breskir stjórnmálamenn og fyrrverandi forsætisráðherrar verði viðstaddir.

Karl III Bretlandskonungur samþykkti fyrr í dag að dagur útfarar móður hans yrði frídagur í Bretlandi.

Konungar og drottningar Bretlands hafa verið krýnd í kirkjunni og þar giftist Elísabet Filippusi prins árið 1947.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert