Fimm látnir eftir skjálfta í Nýju-Gíneu

Fjöldi er slasaður eftir skjálftann sem reið yfir í morgun.
Fjöldi er slasaður eftir skjálftann sem reið yfir í morgun. AFP

Fimm eru látnir eftir jarðskjálfta að stærð 7,6 í Nýju Gíneu í dag. Skjálftinn varð til þess að byggingar skemmdust og aurskriður urðu. Fjöldi er særður.

Íbúar í norðurhluta landsins urðu varir við mikinn hristing í morgun sem varð til þess að sprungur mynduðust í gagnstéttum.

Missa heimili sín í aurskriðum

Þingkonan Kessy Sawang segir að minnsta kosti tvo í hafa látist í skjálftunum í fjallaþorpum en fjórir voru fluttir með sjúkraflugi á spítala, alvarlega slasaðir.

„Ástandið er slæmt,“ segir hún í samtali við fréttastofu AFP og bætti við að nokkur heimili hafi orðið undir í aurskriðum. 

AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert