Líkkista Elísabetar II Bretadrottningar er komin til Edinborgar. Kistan var flutt frá Balmoral-kastala í Skotlandi í dag.
Þúsundir manna fylgdust með líkbílnum flytja kistuna. Fólk ýmist grét eða klappaði en þegar kistan var borin úr bílnum og inn í Holyroodhouse höllina þagði mannskapurinn. Meðal viðstaddra var dóttir drottningarinnar, prinsessan Anna.
Útförin sjálf mun fara fram í Westminster Abbey í Lundúnum mánudaginn 19. september.