Kista Elísabetar komin til Edinborgar

Þúsundir manna fylgdust með í dag.
Þúsundir manna fylgdust með í dag. AFP/Jamie Williamson

Lík­kista Elísa­bet­ar II Breta­drottn­ing­ar er komin til Edinborgar. Kistan var flutt frá Balmoral-kast­ala í Skotlandi í dag.

Þúsundir manna fylgdust með líkbílnum flytja kistuna. Fólk ýmist grét eða klappaði en þegar kistan var borin úr bílnum og inn í Holyroodhouse höllina þagði mannskapurinn. Meðal viðstaddra var dóttir drottningarinnar, prinsessan Anna.

Meðlimir konungsfjölskyldunnar voru viðstaddir.
Meðlimir konungsfjölskyldunnar voru viðstaddir. AFP/Lisa Ferguson

Útför­in sjálf mun fara fram í West­minster Abbey í Lundúnum mánu­dag­inn 19. sept­em­ber.

Útförin fer fram 19. september.
Útförin fer fram 19. september. AFP/Jane Barlow
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert