Líkkistan flutt frá kastalanum

Þúsundir voru mættir til að votta drottningunni virðingu sína í …
Þúsundir voru mættir til að votta drottningunni virðingu sína í morgunsárið. AFP/Paul Ellis

Líkkista Elísabetar Bretadrottningar var í morgun flutt frá Balmoral-kastalanum í Skotlandi og er væntanleg til London á þriðjudag. 

Líkbíllinn mun aka í gegnum Edinborg og framhjá Aberdeen og Dundee en þúsundir hafa raðað sér meðfram vegum til að fylgjast með. 

Útförin sjálf verður gerð frá Westminster Abbey mánudaginn 19. september sem er frídagur á Bretlandseyjum. 

AFP/Paul Ellis
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert