Tjá sig um fráfall Elísabetar

Leiðtogarnir hafa báðir tjáð sig um fráfall Elísabetar Bretadrottningar.
Leiðtogarnir hafa báðir tjáð sig um fráfall Elísabetar Bretadrottningar. AFP

Pútín Rússlandsforseti hefur vottað Karli III Bretakonungi, öðrum Bretum og konungsfjölskyldunni samúð sína vegna fráfalls Elísabetar Bretadrottningar. 

Xi Jinping, forseti Kína, óskaði í dag Karli III Bretakonungi til hamingju með hið nýja embætti. Kvaðst hann viljugur til að eiga góð samskipti og samstarf, auk þess að styrkja samband milli ríkjanna hvað varðar málefni sem snerta alla heimsbyggðina. 

Settist á valdastól á fæðingarári Pútíns

Innrás Pútíns í Úkraínu, sem hefur staðið yfir síðan 24. febrúar, hefur verið harðlega mótmælt af Vesturlöndum og hafa bresk stjórnvöld þar hvergi látið sitt eftir liggja. 

Þrátt fyrir það sendi Pútín yfirlýsingu sína út degi eftir andlát Elísabetar, sem sat á valdastól frá 6. febrúar 1952 en Pútín er fæddur þann 7. október 1952.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert