Endurheimtu yfir 20 hernumin svæði

Hjólreiðarmaður horfir á borgina Izium í Kramatorsk í austurhluta Úkraínu.
Hjólreiðarmaður horfir á borgina Izium í Kramatorsk í austurhluta Úkraínu. AFP/Juan Barreto

Úkraínuher segist hafa endurheimt yfir 20 svæði á undanförnum sólahring sem Rússar höfðu áður lagt undir sig.

„Undanfarnar 24 klukkustundir hafa úkraínskar hersveitir hrakið óvininn á brott frá yfir 20 hernumdum svæðum“ og þær eru „að ná fullri stjórn yfir þeim“, sagði Úkraínuher í tilkynningu.

„Þegar rússnesku hersveitirnar hörfa yfirgefa þær stöður sínar í miklum flýti og flýja af hólmi,“ sagði þar einnig.

Úkraínuher var um helgina í stórsókn gegn Rússum bæði í suðri og austri, þar á meðal í borgunum Izyum, Kupiansk og Balaklíja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert